Sérhönnuð götulist af þínum uppháhalds stað
Pantanir sem lagðar eru inn í dag verða afhentar eða póstlagðar miðvikudaginn 29. janúar 2025.

Streetart

Öll götukort eru sérhönnuð eftir þinni pöntun. Þú velur staðinn sem þú elska, litinn sem þér líst best á og stærðina sem passar best á vegginn þinn

Hannaðu þína eigin götulist

Útprentanir frá 5.900 kr.

Fjallastíllinn

Í fjallastílnum notum við hæðarlínur íslensku fjallanna til þess að búa til einstök kort. Þú getur skoðað þau kort sem við höfum nú þegar gert eða pantað fjall sem á sérstakan stað í þínu hjarta.

Skoðaðu fjallastíllinn

Útprentanir frá 5.900 kr.

Póstnúmer

Hannaðu einstakt kort með póstnúmerið þitt í forgrunni. Hægt er að velja úr öllum póstnúmerum landsins. Þú velur síðan lit og stillir útlitið eftir þínu höfði.

Hannaðu þitt eigið kort

Útprentanir frá 5.900 kr.

Codeart

Codeart sameinar list, vísindi og tölvukóða í algjörlega einstöku listaverki. Þú leggur til þitt persónulega handbragð og skapar verk sem er ólíkt öllum öðrum Codeart verkum.

Hannaðu þitt eigið Codeart

Hágæða útprentun frá 6.900 kr.

Ýmis veggspjöld

Hér sérðu það nýjasta úr smiðju Literal Streetart. Gakktu í bæinn og skoðaðu úrvalið.

Sjá veggspjöldin

Útprentanir frá 5.900 kr.

Fáðu innblástur frá öðrum viðskiptavinum okkar

Literal Streetart teymið

Marino Valdimarsson

Stofnandi

Herdis Arnalds

Stofnandi

Um okkur

Bæði búum við yfir ákveðinni ástríðu fyrir hönnun og tækni og finnst fátt skemmtilegra en að tengja þessa tvo þætti saman og búa til fallegar og skemmtilegar vörur. Aðal markmið okkar með Literal Streetart er að gera viðskiptavinum okkar kleift að sérhanna vöru sem er einstök fyrir þeim og skipar sérstakan sess í huga þeirra. Allar athugasemdir og hugmyndir að því hvernig hægt er að bæta enn frekar vörur/vöruúrval okkar eru því virkilega vel þegnar. Endilega sendið okkur tölvupóst, bætið okkur við á LinkedIn/Twitter ef þið deilið þessum brennandi áhuga með okkur.

Saga Literal Streetart

Þegar við fluttum aftur heim til Íslands eftir að hafa stundað nám og vinnu í mismunandi borgum langaði okkur að geta rifjað upp góðar minningar erlendis frá. Á þeim tímapunkti varð fyrsta Literal Streetart plakatið til. Þegar vinir okkar komu í heimsókn fóru þeir að spyrja hvort það væri mögulegt fyrir okkur að búa til svipuð verk fyrir þá af borgunum/hverfunum sem þeir hafa búið í. Við ákváðum þá að taka þetta lengra og leyfa öðrum að njóta með. Nú geta notendur búið til og sérhannað þann stað sem er ofarlega í huga þeirra með mjög einföldum hætti.